Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:04 Írska lögreglan birti í gær upptökur úr öryggismyndavélum af Jóni daginn sem hann hvarf. Lögreglan á Írlandi Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. Jón Þröstur hafði ferðast til Írlands til þess að taka þátt í pókermóti. Frá þessu er greint í írsku miðlunum Herald og Independent og rætt við Daníel Örn Wiium, bróður Jóns Þrastar. Hann segir að fjölskyldan viti til þess að Jón Þröstur hafi tapað einhverjum peningum en viti ekki nákvæmlega hversu miklum. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef heyrt að þetta sé ekki há upphæð. Stundum vinnurðu og stundum taparðu. Ef að Jón fór í göngutúr til þess að hreinsa hugann þá hefur það ekki verið vegna peninga,“ segir Daníel Örn. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan að morgni 9. febrúar er hann gekk út af hótelinu í Dyflinni þar sem hann dvaldi ásamt unnustu sinni. Hann var ekki með síma, vegabréf eða veski á sér, einungis debetkort en engin hreyfing hefur verið á bankareikningum hans síðan hann hvarf.Birtu upptökur úr öryggismyndavélum í fyrsta sinn Bræður Jóns voru gestir írska sjónvarpsþáttarins CrimeCall í gærkvöldi til þess að vekja athygli á hvarfi bróður síns. Í þættinum voru meðal annars sýndar upptökur úr öryggismyndavélum þar sem má sjá Jón Þröst yfirgefa hótelið. Þá sést hann jafnframt á gangi skammt frá hótelinu. Lögreglan birtir upptökurnar í von um að þær geti aðstoðað við leitina að Jóni, en lögreglan hafði áður birt skjáskot úr upptökunum. Lögreglan hefur fengið fjölda ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð Jón Þröst á gangi. Lögreglan vinnur nú hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar en um helgina kvaðst hún vongóð um að geta fundið eitthvað nánar út úr því hvert Jón Þröstur fór. Stór hluti fjölskyldu Jóns Þrastar er stödd í Dyflinni til þess að aðstoða við og skipuleggja leitina að honum. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir,“ sagði Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar í samtali við fréttastofu í gær.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. 25. febrúar 2019 06:00