Iðnaðarmenn hjóla í verkalýðshreyfinguna
„Að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar semji við erlenda aðila um innflutning á húsum, innréttingum og húsgögnum, á sama tíma og þeir eiga að standa vörð um innlenda framleiðslu, vernda störf, halda við kunnáttu í handverki og tryggja réttindi þeirra starfsmanna sem vinna þessi störf, ber heilindum þeirra ekki gott vitni,“ segir í ályktun fundarins. „Það er heldur ekki sannfærandi vitnisburður um getu þeirra til að sinna þeim störfum sem þeim hefur verið falið.“
Á þennan fund mætti fjöldi iðnaðarmanna sem fordæma starfshætti ASÍ og BSRB.
„Fasteignafélagið Bjarg, stofnað af ASÍ og BSRB, hefur látið framleiða og flytja inn einingahús frá Lettlandi og borið fyrir sig að innlendir aðilar anni ekki því magni sem óskað er eftir,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis. „Þetta er klárlega næsti bær við félagsleg undirboð og við teljum þessi samtök, sem verja eiga réttindi verkafólks, ekki gera það í þessu tilviki.“
Tengdar fréttir
Telja skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum fari fram í samráði við vinnuveitendur
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir að það sé skynsamlegt að atkvæðagreiðslur á vinnustöðum um boðun verkfalls hjá félagsmönnum í Eflingu fari fram í samráði við vinnuveitendur.
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn
Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld.
Áhyggjur innan hótelgeirans
Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla.