Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Zsófia Sidlovits, ræstitæknir og trúnaðarmaður. Fréttablaðið/Ernir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. Zsófia er ein af um 700 liðsmönnum Eflingar stéttarfélags sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja sem munu að líkindum leggja niður störf tímabundið 8. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hefst í dag. „Ég vonast innilega til þess að tillagan verði samþykkt,“ segir hún. Zsófia er ungversk og flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum og er trúnaðarmaður Eflingar á báðum vinnustöðum. Hún segir reynslu sína af því að starfa á Íslandi skelfilega, einmitt vegna þeirra aðstæðna sem hún berst nú fyrir að verði leiðréttar. „Ég hef verið gagnrýnd af skrifstofustarfsfólki fyrir að taka þátt í Eflingu. Þau eru tengd stjórnendum og virðast ekki vilja sjá hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Zsófia. „Ég held að það sé gjá á milli skrifstofufólksins og okkar.“ Aðspurð hvort samstarfsfólk hennar sé sama sinnis og hún segir Zsófia að svo sé. „Ræstingarfólkið hefur verið reitt í langan tíma. Það hefur ekkert breyst, hvorki aðstæðurnar né tilfinningar fólksins,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
„Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. Zsófia er ein af um 700 liðsmönnum Eflingar stéttarfélags sem starfa við þrif, hreingerningar og frágang herbergja sem munu að líkindum leggja niður störf tímabundið 8. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hefst í dag. „Ég vonast innilega til þess að tillagan verði samþykkt,“ segir hún. Zsófia er ungversk og flutti til Íslands fyrir þremur árum. Hún vinnur við ræstingar á tveimur stórum hótelum og er trúnaðarmaður Eflingar á báðum vinnustöðum. Hún segir reynslu sína af því að starfa á Íslandi skelfilega, einmitt vegna þeirra aðstæðna sem hún berst nú fyrir að verði leiðréttar. „Ég hef verið gagnrýnd af skrifstofustarfsfólki fyrir að taka þátt í Eflingu. Þau eru tengd stjórnendum og virðast ekki vilja sjá hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Zsófia. „Ég held að það sé gjá á milli skrifstofufólksins og okkar.“ Aðspurð hvort samstarfsfólk hennar sé sama sinnis og hún segir Zsófia að svo sé. „Ræstingarfólkið hefur verið reitt í langan tíma. Það hefur ekkert breyst, hvorki aðstæðurnar né tilfinningar fólksins,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00