Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Djúpivogur rétti sannarlega úr kútnum eftir áfall fyrir fimm árum. ÓLAFUR BJÖRNSSON Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira