R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 21:53 Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago. Chicago Police Dept./AP Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly verður ekki látinn laus úr varðhaldi nema gegn greiðslu tryggingarfjár upp á eina milljón Bandaríkjadala, samkvæmt úrskurði dómara í Chicago. Sú upphæð nemur rúmum 120 milljónum króna. Kelly var í morgun handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. Þetta eru þó langt í frá einu ásakanirnar á hendur Kelly um kynferðisbrot en hann hefur í meira en áratug ítrekað verið ásakaður um ýmiskonar kynferðisbrot, meðal annars einmitt gegn stúlkum undir lögaldri, vörslu barnakláms og að giftast fimmtán ára stúlku. Hann hefur þó aldrei verið dæmdur fyrir meint brot sín. Kelly gaf sig fram til lögreglunnar í gær og var í kjölfarið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Auk þess var honum gert að láta vegabréf sitt og er honum ekki heimilt að vera í hvers konar samskiptum við neinn undir 18 ára aldri. Í nýútkominni heimildaþáttaröð um brot söngvarans, sem nefnist Surviving R. Kelly, var fjallað um ásakanir á hendur honum um að hafa haldið ungum konum og stúlkum föngnum við afar slæmar aðstæður. Lögmaður Kelly hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að skjólstæðingur hans sé með öllu saklaus af öllu sem hann hefur verið sakaður um. Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly verður ekki látinn laus úr varðhaldi nema gegn greiðslu tryggingarfjár upp á eina milljón Bandaríkjadala, samkvæmt úrskurði dómara í Chicago. Sú upphæð nemur rúmum 120 milljónum króna. Kelly var í morgun handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. Þetta eru þó langt í frá einu ásakanirnar á hendur Kelly um kynferðisbrot en hann hefur í meira en áratug ítrekað verið ásakaður um ýmiskonar kynferðisbrot, meðal annars einmitt gegn stúlkum undir lögaldri, vörslu barnakláms og að giftast fimmtán ára stúlku. Hann hefur þó aldrei verið dæmdur fyrir meint brot sín. Kelly gaf sig fram til lögreglunnar í gær og var í kjölfarið handtekinn og færður í gæsluvarðhald. Auk þess var honum gert að láta vegabréf sitt og er honum ekki heimilt að vera í hvers konar samskiptum við neinn undir 18 ára aldri. Í nýútkominni heimildaþáttaröð um brot söngvarans, sem nefnist Surviving R. Kelly, var fjallað um ásakanir á hendur honum um að hafa haldið ungum konum og stúlkum föngnum við afar slæmar aðstæður. Lögmaður Kelly hefur sagt við fjölmiðla vestanhafs að skjólstæðingur hans sé með öllu saklaus af öllu sem hann hefur verið sakaður um.
Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50