Segja RÚV upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í kvikmyndagerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 16:12 Halldóra Geirharðsdóttir, Logi Bergmann og Benedikt Erlingsson voru áberandi í útsendingunni í gærkvöldi. RÚV/Samsett Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur sent frá sér ályktun þar sem útsending Ríkisútvarpsins frá Edduverðlaunahátíðinni er gagnrýnd. Í ályktuninni er RÚV gagnrýnt fyrir að „snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna,“ og er því bætt við að slíkt sýni vanvirðingu fyrir störfum þeirra fagaðila sem standi að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. RÚV er þá sakað um að hafa eytt meirihluta útsendingarinnar í gærkvöldi í að upphefja eigin verk á kostnað fagfólks í kvikmyndagerð og bent á að hátíðin eigi að vera uppskeruhátíð kvikmyndagerðar frekar en „árshátíð sjónvarpsstöðva.“ Að lokum krefst ÍKS þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins og Eddunnar taki á málinu og „komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð.“Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS.Vísir/AðsendUndir ályktunina skrifar Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS. Ályktun ÍKS í heild sinni má lesa hér að neðan.Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum. Eddan er uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. ÍKS krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð okkar. Eddan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra hefur sent frá sér ályktun þar sem útsending Ríkisútvarpsins frá Edduverðlaunahátíðinni er gagnrýnd. Í ályktuninni er RÚV gagnrýnt fyrir að „snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna,“ og er því bætt við að slíkt sýni vanvirðingu fyrir störfum þeirra fagaðila sem standi að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. RÚV er þá sakað um að hafa eytt meirihluta útsendingarinnar í gærkvöldi í að upphefja eigin verk á kostnað fagfólks í kvikmyndagerð og bent á að hátíðin eigi að vera uppskeruhátíð kvikmyndagerðar frekar en „árshátíð sjónvarpsstöðva.“ Að lokum krefst ÍKS þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins og Eddunnar taki á málinu og „komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð.“Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS.Vísir/AðsendUndir ályktunina skrifar Bergsteinn Björgúlfsson, forseti ÍKS. Ályktun ÍKS í heild sinni má lesa hér að neðan.Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar. Stjórnendur RÚV detta í þá gryfju að eyða bróðurparti útsendingartíma í að upphefja eigin verk á kostnað fagmanna í geiranum. Eddan er uppskeruhátíð kvikmyndagerðar á Íslandi, ekki árshátíð sjónvarpsstöðva. ÍKS krefst þess að stjórnendur RÚV og stjórn Eddunnar taki á þessu og komi í veg fyrir að slíkt verði framtíðarformið á þessari faghátíð okkar.
Eddan Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira