Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 12:07 "Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30