Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í Ráðherrabústaðnum í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17