ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 12:58 Sýrlenskir Kúrdar fylgjast með loftárás gegn ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu. Írak Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu.
Írak Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira