Japanskt geimfar skaut smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019 Geimurinn Japan Tækni Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira