Japanskt geimfar skaut smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019 Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira