Endalok ABBA, reglubreytingar og einföldun á því hvað sé hendi og hvað sé ekki hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 16:00 Aron Einar Gunnarsson undirbýr sig að taka eitt af sínum löngu innköstum. Getty/Marc Atkins/ Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla). Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla).
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira