Feginn því að þurfa ekki lengur að lemja fólk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2019 14:00 Georges St-Pierre. vísir/getty Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti. MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Einn besti bardagakappi UFC frá upphafi, Georges St-Pierre, tilkynnti formlega í gær að hann myndi ekki fara aftur inn í búrið. Ferlinum væri lokið. GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.Can you pick just one?! We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E — UFC (@ufc) February 21, 2019 Síðan þá hefur mikið verið reynt til þess að fá hann aftur inn í búrið en ekki gengið. Hann hættir því með árangurinn 26-2 en tapaði síðast bardaga árið 2007. GSP vann síðustu þrettán bardaga sína. GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT — UFC (@ufc) February 21, 2019 „Í bardagaíþróttum á maður að hætta á toppnum,“ sagði GSP en viðurkenndi að það hefði verið freistandi að mæta Khabib Nurmagomedov síðar á árinu en Rússinn grátbað GSP um bardaga. „Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“ GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra. „Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti.
MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira