„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 15:43 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39