Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:45 Andri Þór Guðmundsson, Stefán Sigurðsson og Guðni Bergsson skála fyrir nýja samningnum og að sjálfsögðu með Pepsi Max. Vísir/Valtýr Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjá meira