Innlent

Sólveig býst við viðræðuslitum

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. Sólveig Anna býst ekki við að fá tilboð frá SA á fundi í dag sem sé þess eðlis að ekki komi til viðræðuslita. Aðspurð hvort hún vonist til að hægt verði að afstýra verkföllum kveðst hún ekki óttast það að fara í verkfall.



Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Fólk er tilbúið að gera það sem það telur þurfa og undirbúningsvinna okkar er langt á veg komin. Samkvæmt könnun eru 80 prósent félagsmanna tilbúin til þess. Fólk skilur hvað í þessu felst, skilur mikilvægi þessa verkfallsvopns. Það er ein af stærstu mýtum íslensks samfélags að fólk vilji ekki fara í verkföll. Það er ekki mín reynsla og það hefur aldrei verið mín persónulega afstaða.“

Aðspurður hvort hann búist við að nýta sína heimild segir Ragnar Þór að hann muni ekki tjá sig um það fyrr en eftir fundinn.

„Við getum þó ekki farið í grafgötur mðe að staðan er grafalvarleg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×