Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á mótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í Reykjavík í hádeginu í dag eða um klukkan 12:50 en þá veittist karlmaður að ungri konu.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 0725(hjá)lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki má rugla saman þessu máli við annað sambærilegt mál sem átti sér stað í dag en karlmaður var handtekinn fyrir hrottalega líkamsárás á tvær ungar konur við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar á sama tíma í dag.
Sjá nánar: Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut
Óska eftir vitnum að líkamsárás við gatnamót Vegmúla og Suðurlandsbrautar

Tengdar fréttir

Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut
Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun.