Leggja til afnám leyfisveitingakerfisins vegna innflutnings á kjöti og eggjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 17:41 Íslenska ríkið mátti ekki takmarka innflutning erlends kjöts við að það hefði verið fryst. Fréttablaðið/Stefán Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Sjá meira
Í samráðsgáttinni liggur frumvarp um innflutning landbúnaðarafurða frá EES-svæðinu. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hafa unnið að bæði aðgerðaráætlun og frumvarpi til laga til að bregðast við dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands. Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur birt í samráðsgáttinni frumvarp til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Kveðið er á um afnám núverandi leyfisveitingakerfis vegna innflutnings á ákveðnum landbúnaðarafurðum innan EES. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Sjá nánar: Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Samhliða frumvarpinu hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnt aðgerðaráætlun til að bregðast við áhrifum dóma EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands vegna skilyrða fyrir innflutning á tilteknum landbúnaðarafurðum.Bregðast við tveimur dómum Aðgerðaráætluninni og frumvarpinu er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands frá 11. október 2008 og EFTA-dómstólsins frá 14. nóvember 2017 þess efnis að núverandi leyfisveitingakerfi, við innflutning á kjöti og eggjum og krafa um frystingu kjöts, brjóti í bága við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt sé að flytja inn kjöt og egg til landsins nema með sérstakri heimild Matvælastofnunar og vottorð um að vörurnar hafi verið geymdar við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutninga á ófrystu kjöti og afnema þannig leyfisveitingakerfið með það fyrir augum að tryggja stöðu Íslands á hinum ábatasama innri markaði evrópska efnahagssvæðisins. Ákvörðunin var staðfest á Alþingi árið 2009. Þrátt fyrir ákvörðunina var lögum landsins ekki breytt til samræmis við þessar skuldbindingar gagnvart EES en EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur staðfestu að því að stjórnvöld hefðu með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum. Skaðabótaskylda íslenska ríkisins hefur verið staðfest. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrátt fyrir að það sé mikilvægt að virða skuldbindingarnar megi ekki bjóða hættunni heim með óvarkárni í tengslum við breytingarnar en tekið er fram að enginn afsláttur verði gefinn af eftirliti heldur skuli öryggi matvæla og dýraheilbrigði vera áfram í öndvegi. Umsagnarfrestur er til 6. mars næstkomandi.Stjórnvöld hafa nú kynnt aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið
Evrópusambandið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Fleiri fréttir „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Sjá meira
Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. 14. október 2018 22:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Innflutningsbann á fersku kjöti samræmist ekki EES-samningnum Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að um vísvitandi og alvarlegt brot íslenska ríkisins sé að ræða. 18. nóvember 2016 12:08