Segir tillögu ríkisstjórnarinnar metnaðarlitla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:55 Stefán Ólafsson lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd Eflingar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sérfræðingur hjá Eflingu segir ríkið hafa svigrúm upp á 55 milljarða til að setja í skattalækkanir en núverandi tillaga ríkisstjórnar kosti aðeins 14,7 milljarða. Tillagan sé metnaðarlítil og einungis þriðjungur af því sem Verkalýðshreyfingin óskaði eftir. Verkalýðsforystan hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með þær skattatillögur sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrir hönd ríkistjórnarinnar í gær. Stefán Ólafsson sérfræðingur hjá Eflingu er annar þeirra sem vann skýrslu og lagði fram ítarlegar tillögur um skattabreytingar fyrir hönd félagsins. Hann segir tillögur ríkisstjórnar metnaðarlitlar. “í þeirri ódýrustu útfærslu sem við Indriði lögðum til þá var gert ráð fyrir að minnsta kosti tuttugu þúsund króna skattalækkun til fullvinnandi fólks á lágmarkslaunum og lífeyrisþegar sömuleiðis. Okkar tillögur gerðu líka ráð fyrir að krónutölu lækkunin færi minnkandi upp að 900 þúsund krónum,“ segir hann um grunninn af þeim tillögum sem Verkalýðshreyfingin lagði fram. Ríkisstjórnin ætlar að setja á nýtt skattþrep sem er fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja skattakerfinu. Sem mun auka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með upp í 325 þúsund krónur í lágmarkslaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. „Þessi tillaga ríkisins kostar 14,7 milljarða og ef maður setur það í samhengi við það sem er að gerast hér á síðustu árum. Þá hefur ríkið tekið út úr húsnæðistuðningi við heimilin, sem eru vaxtabætur og húsaleigubætur, tekið nærri tuttugu milljarða,“ segir hann. Hann segir ríkið ekki vera að skila þessu til baka með þessum skattalækkunum. „Í ljósi þess að ríkið er með svigrúm upp á að minnsta kosti 55 milljarða til að setja í skattalækkanir þá er þetta gríðarlega metnaðarlítið og veldur miklum vonbrigðum,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira