Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:41 Erna Reka ásamt foreldrum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Sigurjón Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30