Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42