Um er að ræða stúlku að nafni Ernu Reka en foreldrar hennar eru Nazife og Erion.
Þessi niðurstaða þýðir að barninu verður að óbreyttu vísað úr landi en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort það verði gert. Lögmenn ætla að funda síðar í dag til að fara betur yfir málið en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Hjónin komu fyrst hingað árið 2015 sem hælisleitendur, fengu atvinnuleyfi og störfuðu á hóteli í Reykjavík þar til þeim var vísað úr landi.

Í 102. grein útlendingalaga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi hafi hann átt fasta óslitna búsetu hér frá fæðingu samkvæmt þjóðskrá. Lögheimili barna hælisleitenda og umsækjenda um dvalarleyfi eru hins vegar skráð með öðrum hætti en annarra barna sem hér fæðast.
Útlendingastofnun taldi að ákvæðið eigi ekki við í tilfelli Ernu. Þessu er fjölskyldan hins vegar ósammála vísuðu meðal annars til þess að mismunandi skráning lögheimila barna sé brot á 2. grein barnasáttmálans þar sem óheimilt sé að mismuna þeim vegna stöðu foreldra sinna.