Innlent

Dregur úr storminum með deginum en hvessir aftur í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Spáð er snjókoma eða éljum á landinu norðanverðu.
Spáð er snjókoma eða éljum á landinu norðanverðu. vísir/hanna
Það dregur úr austanstorminum sem hefur geisað í nótt með deginum, en gular viðvaranir eru ennþá í gildi sökum hans. Það lægir smám saman, fyrst á Reykjanesi, en búast má við hvössum vindi og slyddu eða snjókomu norðaustantil á landinu fram yfir hádegi. Seinnipartinn verður komið skaplegasta veður, suðlæg átt 5-13 m/s og úrkomulítið. 

Djúp, 940 mb víðáttumikil lægð er langt suður í hafi og nálgast hún Grænland, það er mesti veðurhamurinn nær ekki hingað til lands. Í nótt hvessir þó aftur sökum þessarar lægðar og fer að rigna, hvass vindur og sums staðar í stormur, en hægari vindur og lengst af þurrt norðaustantil á landinu. Dregur svo úr vindi sunnuanlands snemma í fyrramálið og það hlýnar einnig meira, hiti 4 til 9 stig á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×