Brýnt að foreldrar setji mörk um leikjaspilun Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Nemendur í Háaleitisskóla fóru að spila borðspil eftir að skólastjórnendur bönnuðu tölvuleikjaspilun á bókasafni skólans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira