Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2019 18:05 Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið í Lækjargötu í dag. Aðsend/Vésteinn Valgarðsson Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“ Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“
Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00
Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05
Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00
Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15
Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01