Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. mars 2019 11:55 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Í yfirlýsingu sem send var í gegnum kauphöllina í Stokkhólmi segist bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Indigo Partners tilbúinn að hækka upphaflegt 75 milljón dollara framlag sitt inn í rekstur WOW air um allt að 15 milljónir dollara, verði ákveðin skilyrði sjóðsins uppfyllt. Heildarfjárfesting sjóðsins í WOW gæti þannig numið tæpum 11 milljörðum króna. Mbl greindi frá þessu fyrr í dag. Þó er ítrekað í yfirlýsingunni ekki sé komið á samkomulag milli Indigo og WOW þar sem enn eigi eftir að ljúka áreiðanleikakönnun á rekstri WOW. Þá kemur fram að eignarhlutur Skúla Mogensen í félaginu standi og falli með afkomu félagsins í framtíðinni. Þannig geti hann orðið á bilinu 0 til 100%. Skilmálar Indigo fyrir aukinni fjárfestingu kveða meðal annars á um að lán upp á sex milljónir dollara, tæpar 730 milljónir króna, sem Títan, fjárfestingarfélag Skúla Mogensen, veitti WOW verði afskrifað og að endurskipulagning í fjármálum félagsins valdi því að mögulegar endurheimtur hluthafa WOW velti alfarið á afkomu félagsins í framtíðinni. Í yfirlýsingunni segir einnig að skilmálar sem skuldabréfaeigendur í WOW hafi gengið að muni koma til með að þurfa að breytast, eigi félagið að geta haldið rekstrarhæfi sínu og að samkvæmt áreiðanleikakönnun hafi komið í ljós að eigendur skuldabréfa þurfi að samþykkja skilmála sem leiði af sér að endurheimtur þeirra bindist við frammistöðu í rekstri félagsins á næstu árum. Þá er einnig lagt upp með að lengt verði í bréfunum og greiðist þau þá út á fimm árum í stað þriggja eins og upphaflega stóð til. Fjárfestar í bréfum WOW air samþykktu í janúar síðastliðinn breytta skilmála bréfanna.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Farþegum Wow air fækkaði um þriðjung á milli ára Sætaframboð flugfélagsins dróst einnig saman um rúmlega fjórðung í febrúar. 6. mars 2019 11:56
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Telur viðræðurnar stranda á eignarhlut Skúla Stærsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Indigo Partners og WOW air er stærð eignarhlutar stofnanda flugfélagsins eftir fjárfestingu bandaríska sjóðsins, að sögn heimildarmanns bresks viðskiptablaðs. 4. mars 2019 15:30