Fimmta mislingatilfellið staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. mars 2019 17:11 Embætti landlæknis hefur greint frá því að fimmta mislingatilfellið sé nú staðfest hér á landi. fréttablaðið/anton brink Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40