Fimmta mislingatilfellið staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. mars 2019 17:11 Embætti landlæknis hefur greint frá því að fimmta mislingatilfellið sé nú staðfest hér á landi. fréttablaðið/anton brink Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40