Fótbolti

Tvö ár frá ótrúlegustu endurkomu allra tíma | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sergi Roberto fagnar sjötta markinu sem kom í blálok uppbótartímans.
Sergi Roberto fagnar sjötta markinu sem kom í blálok uppbótartímans. vísir/getty
Í dag eru tvö ár síðan Barcelona vann ótrúlegan sigur á PSG í Meistaradeildinni. Endurkoma sem verður líklega aldrei toppuð.

PSG vann fyrri leik liðanna í Frakklandi 4-0 og síðari leikurinn átti að vera formsatriði. Annað kom á daginn.





Barcelona vann leikinn nefnilega 6-1. Þar sem PSG skoraði mark í leiknum þurfti Barca að vinna með fimm marka mun og það er nákvæmlega það sem liðið gerði. Síðustu tvö mörkin komu í uppbótartíma. 6-1 og samanlagt 6-5.

Núverandi leikmaður PSG, Neymar, var í stóru hlutverki hjá Barcelona í leiknum og skoraði tvö mörk. Lionel Messi, Luis Suarez og Sergi Roberto skoruðu einnig en eitt mark Barca var sjálfsmark hjá PSG.

8. mars 2017

Barcelona - PSG 6-1

1-0 Luis Suarez (3.), 2-0 Kurzawa, sjm (40.), 3-0 Lionel Messi, víti (50.), 3-1 Edinson Cavani (62.), 4-1 Neymar (88.), 5-1 Neymar, víti (90.+1), 6-1 Sergi Roberto (90.+5).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×