Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 21:47 Brynjar og Bjarkey ræddu nafnbirtingar í málum vændiskaupenda í Kastljósi kvöldsins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“ Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“
Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Sjá meira
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25