Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 14:49 Trudeau hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna meintra afskipta sinna af rannsókn á stórfyrirtæki. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki hafa þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að ræða við hann um rannsókn á stóru verkfræðifyrirtæki. Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir því hvernig það gæti „eytt trausti“ á milli hans og ráðherrans. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra og sagði að ráðuneyti Trudeau hefði beitt hana þrýstingi í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Tveir háttsettir ráðherrar til viðbótar hafa sagt af sér vegna málsins. Trudeau fullyrti í dag að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í meðferð ríkisstjórnar hans á máli fyrirtækisins sem hefur verið sakað um að greiða mútur til að hljóta verk í Líbíu í tíð Múammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga landsins. „Ég get endurtekið og fullvissað Kanadamenn um að engir brestir hafa orðið í kerfinu okkar, réttarríkinu, í heilindum stofnana okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Wilson-Raybould hefur sagt að hún hafi upplifað þrýsting frá Trudeau og ráðgjöfum hans um að gera sátt við SNC-Lavalin til að binda enda á rannsóknina. Á fundum hafi þeir ítrekað talað um hættuna á að störf gætu tapast og mögulegar pólitískar afleiðingar réttarhalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki hafa þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra með því að ræða við hann um rannsókn á stóru verkfræðifyrirtæki. Hann viðurkennir þó að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir því hvernig það gæti „eytt trausti“ á milli hans og ráðherrans. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra og sagði að ráðuneyti Trudeau hefði beitt hana þrýstingi í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Tveir háttsettir ráðherrar til viðbótar hafa sagt af sér vegna málsins. Trudeau fullyrti í dag að ekkert saknæmt hefði átt sér stað í meðferð ríkisstjórnar hans á máli fyrirtækisins sem hefur verið sakað um að greiða mútur til að hljóta verk í Líbíu í tíð Múammars Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga landsins. „Ég get endurtekið og fullvissað Kanadamenn um að engir brestir hafa orðið í kerfinu okkar, réttarríkinu, í heilindum stofnana okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Wilson-Raybould hefur sagt að hún hafi upplifað þrýsting frá Trudeau og ráðgjöfum hans um að gera sátt við SNC-Lavalin til að binda enda á rannsóknina. Á fundum hafi þeir ítrekað talað um hættuna á að störf gætu tapast og mögulegar pólitískar afleiðingar réttarhalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46