Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 09:51 Frá fundarsal mannréttindaráðsins í Genf í Sviss. Vísir/EPA Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53