Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FBL/Ernir Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira