Fótbolti

Solskjær: Þetta er Manchester United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Solskjær var í vestinu á hliðarlínunni, en ekki stuttubuxum og takkaskóm
Solskjær var í vestinu á hliðarlínunni, en ekki stuttubuxum og takkaskóm vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Þetta er frábært. Trúin í strákunum er það sem ég vonaðist eftir,“ sagði Solskjær eftir leikinn.

United vann 3-1 og fer áfram í 16-liða úrslitin á útivallarmarki.

„Við byrjuðum frábærlega. Við ætluðum að ná fyrsta markinu en bjuggumst ekki við að fá það eftir tvær mínútur. Það opnaði leikinn.“

Marcus Rashford skoraði markið sem kom United yfir úr vítaspyrnu á lokamínútunum.

„Það er alltaf efi þegar kemur að vítaspyrnum. Rashford er 21 árs og pressan sem var á drengnum, þessi strákur er óttalaus. Hann og Romelu voru frábærir í kvöld.“

„Svona er Meistaradeildin, þetta er það sem hún gerir. Þetta er Manchester United.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×