Skoðun

Einkareknir grunnskólar - Já takk!

Eiður Axelsson skrifar
Það hefur sýnt sig á fréttum síðastliðinna mánaða að stjórnkerfi Reykjavíkurborgar er í molum, sem er leiðinlegt vegna þeirra miklu tækifæra sem felast í grunnskólum.

Reykjavíkurborg er stór vinnustaður og það er greinilegt að það vantar talsvert uppá forgangsröðunina innan vinnustaðarins. Er það upplifun þeirra sem fylgjast með borgarmálum að forgangsröðun sé nokkurnveginn svona:

1. Borgarstjóri sjálfur.

2. Gæluverkefni borgarstjóra t.d bragginn frægi í Nauthólsvík.

3. Greiðar fyrir vini borgarstjóra.

4. Þjónusta við borgarbúa t.d grunnskólar.

Eins og má sjá hér ofar þá er forgangsröðun langt frá því að vera rétt og hefur verið á þessa vegu öll þau átta ár sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti (með örlitlum breytingum) hefur setið og hefur kerfið setið á hakanum, og mikil tækifæri felast í sjálfstætt starfandi grunnskólum.

Þjónusta við notendur grunnskólakerfisins gæti batnað til muna ef borgin seldi grunnskóla sína í hendur einkaaðila því skólakerfið í því standi sem það er ekki gott ef tryggja skal úrvalsmenntun fyrir notendur þess.

Ef grunnskólar borgarinnar yrðu seldir í hendur einkaaðila:

1. Þjónusta myndi batna til muna og yrði persónulegri.

2. Bekkir yrðu minni sem reynst hefur vel fyrir þá sem þola illa hávaða.

3. Þjónusta við fatlaða nemendur myndi batna til muna, allt verklag yrði skýrara.

4. Ef þjónustan er einkarekin þá er algengt að aðilin sem tekur að sér rekstur þjónustunar sérhæfi sig í rekstri þjónustunar, í þessu tilfelli rekstri grunnskóla.

5. Samskipti milli nemenda, foreldra og skólastjórnenda yrðu auðveldari nemendur, nemendur ættu auðveldara með að fá viðtal og ræða við skólastjórnendur.

Ljóst er að málefni grunnskóla sæta oft ef ekki alltaf afgangi hjá Reykjavíkurborg, afhverju ekki að losa kerfið undan borginni? Er það ekki öllum fyrir bestu?

Allar hugleiðingar eru vel þegnar og skulu berast á netfangið eiduraxelsson@gmail.com Auk þess skora ég á borgarstjóra og formann skóla- og frístundaráðs, Skúla Helgason að svara þessari grein!




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×