Suðað samþykki er ekki samþykki Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:15 Sólborg Guðbrandsdóttir er ein fjögurra ungmenna sem leggja átakinu lið en hún heldur úti instagram reikningnum Fávitar og hélt tölu við athöfnina í gær. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira
Verkefnið Sjúkást sem er á vegum Stígamóta hefur það að markmiði að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Slagorð átaksins í ár er: „Ég virði mín mörk og þín.“ Sólborg Guðbrandsdóttir er ein af fjórum ungmennum sem lögðu Sjúkást átakinu lið í ár. Ungmennin eru öll þekkt og halda úti vinsælum Instagram-reikningum – en þau hafa líka öll lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn ofbeldi þó með ólíkum hætti sé. Sólborg hefur haldið úti Instagram-reikningnum Fávitar þar sem sönnum dæmum um stafræna kynferðislega áreitni er póstað. Sólborg sagði frá því í pontu að þó hún hafi sjálf ekki verið í ofbeldissambandi þá hafi hún fengið gríðarlega margar sögur af ofbeldissamböndum í gegnum Instagram-reikninginn Fávitar sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. „Mig óraði ekki fyrir að sögurnar væru svona ótrúlega margar og ég hef bara heyrt brotabrot af þeim, sem er ótrúlega sorgleg en á sama tíma bláköld staðreynd.“Boðið var upp á svartar hjartabollur í tilefni Sjúkást og bolludagsinsMakar eiga ekki sjálfkrafa aðgang að líkama okkar Grípum niður í erindi Sólborgar: „Ég er ekki með ykkur hérna núna til að þykjast vera eitthvað betri en þið eða að halda því fram að ég geri ekki mistök þar sem ég er sjálf líka alltaf að læra. Ég hef virkilega lært af herferðum eins og til dæmis MeToo, FreeTheNipple og nú Sjúkri Ást, um það hvernig ég geti bætt mig í samskiptum mínum við aðra og hvernig ég geti haldið áfram að æfa mig í því að virða mörk annarra og mín eigin. En hvað er það sem býr til þessa menningu þar sem ofbeldi fær að viðgangast? Hvenær fórum við sem samfélag að halda það að makar okkar ættu sjálfkrafa einhvern aðgang að líkama okkar, fyrir það eitt og sér að vera makar okkar? Og hvenær gleymdist það að virða nei? Staðreyndin er því miður sú að við búum á tímum klámvæðingar þar sem suðað samþykki þykir oft á tíðum sexí en það er nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir því að suðað samþykki er ekki samþykki. Ef ég hef sagt nei tíu sinnum, þýðir ekki að mig langi til þess ef ég gefst upp á þér í ellefta skipti. Þið eigið ykkur sjálf, í kringum fjölskyldu okkar og vini, á djamminu, í skólanum eða nakin uppi í rúmi með kærastanum/kærustunni ykkar. Alltaf og alls staðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Kynlíf Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Sjá meira