Neita að sundurliða laun lykilstjórnenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. mars 2019 06:30 Hagnaður HS Veitna, sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, dróst saman milli ára og nam 682 milljónum króna í fyrra. Fréttablaðið/Valli Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stjórnsýsla HS Veitur, sem eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélaga, neita að veita Fréttablaðinu sundurliðaðar upplýsingar um launagreiðslur til yfirstjórnar fyrirtækisins. Ógagnsæi einkennir framsetningu í nýbirtum ársreikningi HS Veitna. Forstjórinn segir ársreikninginn standast lög og reglur og að stjórnarákvörðun þurfi fyrir frekari upplýsingagjöf. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar telur líklegt að óskað verði eftir upplýsingum um málið. HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar sem á 50,1 prósent í fyrirtækinu, HSV eignarhaldsfélag Heiðars Guðjónssonar á tæp 34 prósent og Hafnarfjarðarbær rúm 15 prósent. Félagið var stofnað í árslok 2008 í kjölfar skiptingar Hitaveitu Suðurnesja hf. í HS Orku og HS Veitur. Annast félagið dreifingu á rafmagni og vatni.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Ólíkt því sem gengur og gerist eru greiðslur til sjö manna stjórnar félagsins og fjögurra manna framkvæmdastjórnar sem forstjórinn tilheyrir ekki sundurliðaðar í ársreikningi félagsins. Aðeins er gefin upp samtala heildarlaunagreiðslna til þessara ellefu einstaklinga sem námu 112 milljónum á síðasta ári samanborið við 105 milljónir árið áður. Í ljósi þessa ógagnsæis óskaði Fréttablaðið eftir sundurliðun á þessum launatölum hjá forstjóra félagsins, Júlíusi J. Jónssyni. Hann telur sig ekki geta veitt þær upplýsingar. Júlíus bendir á að þarna sé verið að tala um laun framkvæmdastjórnarinnar, stjórnar auk tilfallandi launa varamanna auk mótframlags í lífeyrissjóði. „Skýringin eins og hún er í reikningnum er í samræmi við lög og reglur og breytingar verða ekki gerðar á þessari upplýsingagjöf nema stjórn félagsins samþykki það sérstaklega þannig að ég get ekki gefið frekari upplýsingar á þessu stigi,“ segir í skriflegu svari forstjórans við fyrirspurn blaðsins. Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Kjartani Má Kjartanssyni. Hann kvaðst ekki hafa séð ársreikninginn sjálfur. „Mér þykir þó ekki ólíklegt að Reykjanesbær óski eftir nánari sundurliðun á aðalfundinum sem fram fer þann 27. mars,“ segir Kjartan Már. Fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verður formaður bæjarráðs, Friðjón Einarsson, en stjórnarformaður HS Veitna, fyrir hönd sveitarfélagsins, er bæjarfulltrúinn Gunnar Þórarinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira