Nýtt heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 12:30 Jóhanna Frímannsdóttir, (t.h.) og Ásta María Guðbrandsdóttir, deildarstjóri nýja heimilisins. Vísir/Magnús Hlynur Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við. Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við.
Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira