Einn besti leikur Mitchell í endurkomusigri á Bucks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 09:30 Donovan Mitchell vísir/getty Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111 NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111
NBA Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira