Erlent

Feneyjar rukka fyrir aðgang að borginni

Andri Eysteinsson skrifar
Mannhaf við karnival í Feneyjum.
Mannhaf við karnival í Feneyjum. EPA/ Andrea Merola
Feneyjar rukka fyrir aðgang að borginni

Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa samþykkt að leggja á frekari ferðamannaskatt í borginni. Ferðamenn sem hyggjast sækja borgina heim í dagsferð munu nú að borga allt að 10 evrur fyrir aðgang að borginni sögufrægu. Þeir sem ekki borga eiga yfir höfði sér 450 evru sekt. CNN greinir frá.

Yfir 30 milljónir ferðamanna sækja Feneyjar heim á ári hverju og hafa yfirvöld leitað leiða til takast á við þennan mikla fjölda. Áður hafði verið lagður skattur á þá ferðamenn sem gista í borginni en borgarstjórinn Luigi Brugnaro staðfesti á Twitter síðu sinni að ákveðið hafi verið að leggja gjaldið einnig á ferðamenn í dagsferðum.

Gjaldið mun fara eftir álagi á borgina, út árið 2019 munu gestir þurfa að greiða 3 evrur en á næsta ári mun gjaldið hækka í 6 evrur, á rólegri dögum munu gestir geta komist upp með að greiða 3 evrur en á háannatíma mun gjaldið vera á milli 8-10 evrur á mann.

Féð sem mun safnast með þessum aðgerðum mun að sögn yfirvalda fara í sorphirðu og viðgerðir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×