Fótbolti

CSKA byrjar á tapi eftir vetrarfríið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður og Arnór í leik með CSKA.
Hörður og Arnór í leik með CSKA. vísir/getty
Rússneska úrvalsdeildin fór aftur af stað í gær en Íslendingaliðið CSKA Moskva var í eldlínunni í dag. Þeir töpuðu 2-0 á útivelli.

Vetrafrí hefur verið í Rússlandi frá því í byrjun desember en síðasti leikur CSKA í deildinni var áttunda desember er þeir unnu 2-1 sigur á Yenisey.

Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leiknum eftir frí er þeir töpuðu 1-0 gegn Arsenal Tula í dag. Fyrsta markið kom á 48. mínútu er Luka Djordjevic skoraði af stuttu færi í teignum.







Síðara markið var skorað á 88. mínútu en markið skoraði Evans Kangwa eftir að rangstöðugildra gestanna frá Moskvu hafði klikkað. Lokatölur 2-0.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðsson var tekinn af velli á 73. mínútu. Hann nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik.

CSKA er því áfram í þriðja sætinu með 30 sig en getur verið komið í fimmta sæti eftir umferðina því Spartak Moskva og Lokomotiv Moskva geta komist upp fyrir CSKA er þau leika síðar um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×