Innlent

Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA.
Vilhjálmur Birgisson er formaður VFLA. Vísir/Vilhelm
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu VLFA.

Atkvæðagreiðslan mun hefjast 29. mars og og standa til 5. apríl og ef kosning um verkfall verður samþykkt mun allsherjaverkfall þeirra sem heyra undir áðurnefndan kjarasamning skella á 12. apríl. Rétt er að geta þess að þessi kosning um verkfallsboðun er partur af aðgerðaplani sem stéttarfélögin fjögur standa sameiginlega að, segir á heimasíðu VLFA.

Félögin fjögur eru VR, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Samþykkt var í kosningu hjá Eflingu sem lauk í gær að fara í verkfallsaðgerðir.VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga í mars og apríl hjá rútufyrirtækjum og gistihúsum á Reykjavíkursvæðinu og allsherjarvinnustöðvun frá 1. maí.

Verkalýðsfélag Akraness mun auglýsa kosninguna og önnur útfærsluatriði þegar nær dregur kosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×