Fótbolti

Emil samdi við Udinese á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. vísir/getty
Emil Hallfreðsson hefur gengið til liðs við ítalska félagið Udinese á nýjan leik. Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í gærkvöld.

Emil var hjá Udinese frá árinu 2016 en færði sig um set síðasta sumar og gekk til liðs við Frosinone. Í janúar rifti hann hins vegar samningi sínum við Frosinone.

Emil átti við hnémeiðsli að stríða og gekkst undir aðgerð á hné í byrjun desember. Hann hefur síðustu daga æft með Udinese og verið í endurhæfingu þar.

„Síðasta ævintýri hans var óheppið, en hann vissi að í Udine myndi hann finna fólk með útrétta arma, tilbúið að taka á móti honum á ný. Við bjóðum hann velkominn í svarthvítt aftur,“ er haft eftir Daniele Prade, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu.

Udinese er í 16. sæti ítölsku deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×