Kærleiksríkur heimsfriður Þórlindur Kjartansson skrifar 1. mars 2019 07:00 Þann 19. nóvember 2004 urðu í Detroit í Bandaríkjunum einhver mestu hópslagsmál í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þann dag áttust við heimamenn í Detroit Pistons og hinir gestkomandi Pacers frá Indiana. Þegar minna en mínúta var eftir og öruggur sigur Indiana í höfn fékk hinn stæðilegi miðherji heimamanna, Ben Wallace, þægilegt færi til að leggja boltann ofan í körfuna. Þá kom skotframherji gestanna, Ron Artest, aðvífandi og braut frekar harkalega á honum og sendi hann á vítalínuna. Brotið var ekki óvenjulegt nema fyrir þær sakir að niðurstaða leiksins var þegar ráðin og ekki til siðs að brjóta af sér við slíkar aðstæður—en í ofanálag var Wallace skelfileg vítaskytta og mátti því túlka brot Artest sem tilraun til að niðurlægja hann. Wallace (206 sm og 110 kg) tók þessu illa, hrinti hinum lágvaxnari Artest (201 sm og 115 kg) harkalega og upphófst eltingarleikur um allan völl, hnefahögg og hrindingar. Þegar útlit var fyrir að leikmenn hefðu róast lagðist Artest upp á borð stigavarðanna í ögrandi afslöppunarstellingu. Þá varð einum áhorfandanum á sú skyssa að kasta drykkjarmáli í framherjann og skipti þá engum togum að Artest rauk upp í áhorfendapalla, sneri niður áhorfandann og lamdi hann hressilega með stuðningi liðsfélaga sinna. Ólætin héldu áfram nokkrar mínútur þar sem Artest slóst við áhorfendur og á endanum var leikurinn flautaður af. Eins og gefur að skilja fékk Artest langt keppnisbann og flæmdist frá Indiana. En eftir því sem leið á ferilinn fór hann að hugsa ráð sitt betur og svo fór að hann uppgötvaði búddisma og snerist til trúar á ástina og byrjaði að stunda kærleikshugleiðslu. Það gekk meira að segja svo langt að eitt árið mætti hann til leiks sem nýr maður með nýtt nafn. Nú var hann ekki lengur vandræðabarnið Ron Artest—heldur hafði hann breytt nafninu sínu í Metta World Peace. Nafnið er komið til af ákveðinni tegund hugleiðslu sem margir Búddistar iðka. Hugleiðslan felst í því að iðkandinn hugsar af kærleika til alls konar fólks, venslafólks og óskyldra, og reynir að senda þeim hlýja og jákvæða strauma. Það mun hafa sannast í rannsóknum að þessi tegund hugleiðslu, svokölluð Metta hugleiðsla, hafi sérstaklega jákvæð áhrif á fólkið sem iðkar hana. Hugleiðandinn sendir sína jákvæðu strauma í ýmsar áttir; oftast til velgjörðarmanns, vinar, sjálfs sín, hlutlauss aðila, til allra lifandi vera og meira að segja til óvinar síns. Reyndar kalla búddistarnir það yfirleitt ekki óvini heldur segja manni að senda kærleikann til manneskju sem er manni óþægur ljár í þúfu eða veldur manni almennt leiðindum og vandræðum. Tökum dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Ef fyrrverandi utanríkisráðherra hefði sest afsíðis í Alþingishúsinu daginn sem hann endaði á Klausturbarnum, stillt niðurteljarann á símanum á nokkrar mínútur og hugsað kærleiksríkar hugsanir til sín sjálfs, vinar síns (til dæmis Bergþórs), velgjörðarmanns (til dæmis Sigmundar Davíðs), ótengds aðila (til dæmis Báru á barnum) og svo til óvinar síns (Lilju Alfreðsdóttur) þá hefði hann getað farið með eftirfarandi kveðju til þeirra allra: Ég óska þér visku, innri friðar og lausnar frá þjáningu. Ef hann hefði byrjað daginn svona, þá er alls ekki víst að hann hefði verið stemmdur til þess að tala eins og hann gerði síðar um kvöldið. Og ef allir hinir þingmennirnir sem andmunkarnir töluðu svona illa um í Klaustrinu hefðu sest niður í nokkrar mínútur þegar þeir fréttu af leiðindunum og fylleríisrausinu og hugsað til þeirra kærleiksríkar hugsanir—að þeim öðlist viska, innri friður og lausn frá þjáningu—þá er alls ekki víst að þeir hefði orðið svona ofsalega reiðir, sárir og grimmir í hefndarþorsta sínum og réttlátri reiði. Auðvitað sjá allir hversu fáránleg þessi hugarleikfimi er. Hvers konar samfélag væri það nú ef fólk væri alltaf að senda kærleiksríkar hugsanir hvert til annars? Ætlumst við ekki til þess að þingmenn þjóðarinnar hafi bein í nefinu, og svari hverjum kinnhesti með krepptum hnefa? En þó er það líklega þannig að það krefst meira hugrekkis að fyrirgefa heldur en að hefna. Þetta getur Metta World Peace vitnað um. Honum leið miklu betur eftir að hafa tamið sér hin kærleiksríku fræði búddískrar yfirvegunar og hætt að vera alltaf svona reiður út í heiminn. Svona almennt séð, að minnsta kosti. Það liðu nefnilega ekki nema nokkrir mánuðir frá því Ron Artest skipti um nafn þangað til hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden harkalegt olnbogaskot í andlitið. Allur þessi kærleikur er góðra gjalda verður, en virkar greinilega ekki alltaf—jafnvel þótt maður hafi gengið svo langt að breyta nafni sínu. En það hefur að minnsta kosti verið fyndið svar þegar Harden var spurður út í hver hafði gefið honum glóðaraugað: „Það var Kærleiksríkur Heimsfriður.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. nóvember 2004 urðu í Detroit í Bandaríkjunum einhver mestu hópslagsmál í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þann dag áttust við heimamenn í Detroit Pistons og hinir gestkomandi Pacers frá Indiana. Þegar minna en mínúta var eftir og öruggur sigur Indiana í höfn fékk hinn stæðilegi miðherji heimamanna, Ben Wallace, þægilegt færi til að leggja boltann ofan í körfuna. Þá kom skotframherji gestanna, Ron Artest, aðvífandi og braut frekar harkalega á honum og sendi hann á vítalínuna. Brotið var ekki óvenjulegt nema fyrir þær sakir að niðurstaða leiksins var þegar ráðin og ekki til siðs að brjóta af sér við slíkar aðstæður—en í ofanálag var Wallace skelfileg vítaskytta og mátti því túlka brot Artest sem tilraun til að niðurlægja hann. Wallace (206 sm og 110 kg) tók þessu illa, hrinti hinum lágvaxnari Artest (201 sm og 115 kg) harkalega og upphófst eltingarleikur um allan völl, hnefahögg og hrindingar. Þegar útlit var fyrir að leikmenn hefðu róast lagðist Artest upp á borð stigavarðanna í ögrandi afslöppunarstellingu. Þá varð einum áhorfandanum á sú skyssa að kasta drykkjarmáli í framherjann og skipti þá engum togum að Artest rauk upp í áhorfendapalla, sneri niður áhorfandann og lamdi hann hressilega með stuðningi liðsfélaga sinna. Ólætin héldu áfram nokkrar mínútur þar sem Artest slóst við áhorfendur og á endanum var leikurinn flautaður af. Eins og gefur að skilja fékk Artest langt keppnisbann og flæmdist frá Indiana. En eftir því sem leið á ferilinn fór hann að hugsa ráð sitt betur og svo fór að hann uppgötvaði búddisma og snerist til trúar á ástina og byrjaði að stunda kærleikshugleiðslu. Það gekk meira að segja svo langt að eitt árið mætti hann til leiks sem nýr maður með nýtt nafn. Nú var hann ekki lengur vandræðabarnið Ron Artest—heldur hafði hann breytt nafninu sínu í Metta World Peace. Nafnið er komið til af ákveðinni tegund hugleiðslu sem margir Búddistar iðka. Hugleiðslan felst í því að iðkandinn hugsar af kærleika til alls konar fólks, venslafólks og óskyldra, og reynir að senda þeim hlýja og jákvæða strauma. Það mun hafa sannast í rannsóknum að þessi tegund hugleiðslu, svokölluð Metta hugleiðsla, hafi sérstaklega jákvæð áhrif á fólkið sem iðkar hana. Hugleiðandinn sendir sína jákvæðu strauma í ýmsar áttir; oftast til velgjörðarmanns, vinar, sjálfs sín, hlutlauss aðila, til allra lifandi vera og meira að segja til óvinar síns. Reyndar kalla búddistarnir það yfirleitt ekki óvini heldur segja manni að senda kærleikann til manneskju sem er manni óþægur ljár í þúfu eða veldur manni almennt leiðindum og vandræðum. Tökum dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Ef fyrrverandi utanríkisráðherra hefði sest afsíðis í Alþingishúsinu daginn sem hann endaði á Klausturbarnum, stillt niðurteljarann á símanum á nokkrar mínútur og hugsað kærleiksríkar hugsanir til sín sjálfs, vinar síns (til dæmis Bergþórs), velgjörðarmanns (til dæmis Sigmundar Davíðs), ótengds aðila (til dæmis Báru á barnum) og svo til óvinar síns (Lilju Alfreðsdóttur) þá hefði hann getað farið með eftirfarandi kveðju til þeirra allra: Ég óska þér visku, innri friðar og lausnar frá þjáningu. Ef hann hefði byrjað daginn svona, þá er alls ekki víst að hann hefði verið stemmdur til þess að tala eins og hann gerði síðar um kvöldið. Og ef allir hinir þingmennirnir sem andmunkarnir töluðu svona illa um í Klaustrinu hefðu sest niður í nokkrar mínútur þegar þeir fréttu af leiðindunum og fylleríisrausinu og hugsað til þeirra kærleiksríkar hugsanir—að þeim öðlist viska, innri friður og lausn frá þjáningu—þá er alls ekki víst að þeir hefði orðið svona ofsalega reiðir, sárir og grimmir í hefndarþorsta sínum og réttlátri reiði. Auðvitað sjá allir hversu fáránleg þessi hugarleikfimi er. Hvers konar samfélag væri það nú ef fólk væri alltaf að senda kærleiksríkar hugsanir hvert til annars? Ætlumst við ekki til þess að þingmenn þjóðarinnar hafi bein í nefinu, og svari hverjum kinnhesti með krepptum hnefa? En þó er það líklega þannig að það krefst meira hugrekkis að fyrirgefa heldur en að hefna. Þetta getur Metta World Peace vitnað um. Honum leið miklu betur eftir að hafa tamið sér hin kærleiksríku fræði búddískrar yfirvegunar og hætt að vera alltaf svona reiður út í heiminn. Svona almennt séð, að minnsta kosti. Það liðu nefnilega ekki nema nokkrir mánuðir frá því Ron Artest skipti um nafn þangað til hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden harkalegt olnbogaskot í andlitið. Allur þessi kærleikur er góðra gjalda verður, en virkar greinilega ekki alltaf—jafnvel þótt maður hafi gengið svo langt að breyta nafni sínu. En það hefur að minnsta kosti verið fyndið svar þegar Harden var spurður út í hver hafði gefið honum glóðaraugað: „Það var Kærleiksríkur Heimsfriður.“
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun