Er þeirra tími kominn? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Sjá meira
Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun