Innlent

Miðflokkur bætir við sig

Baldur Guðmundsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á landsfundi Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á landsfundi Miðflokksins. Fréttablaðið/ernir
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,6% fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú. Þetta kemur fram í könnun MMR. Flokkurinn er með tíu prósentustiga forskot á næstu flokka; Samfylkinguna og Pírata.

Píratar og Miðflokkurinn bæta vel við sig frá síðustu könnun, að því er virðist á kostnað Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar.

Fylgi VG mælist 11,4 prósent og mældist 11,1 prósent í síðustu könnun. Stuðningur við ríksisstjórnina mælist 41,8%. Það er einu prósentustigi minna en síðast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×