Geri ráð fyrir að klára skólann Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2019 11:00 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira