Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2019 13:45 Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00