Stjörnuleikmaður Chicago Bulls vill borga sektina fyrir þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 15:30 Jim Boylen og Zach LaVine. Getty/Andy Lyons Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli. NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli.
NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira