Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Mjög vinsæl gönguleið er upp á Úlfarsfell. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður sem settur hafi verið upp í óleyfi á Úlfarsfelli „verði fjarlægður tafarlaust“. Borgarráð tók fyrir á fimmtudag tillögu borgarinnar og fyrirtækisins Sýnar að deiliskipulagi fyrir 1,3 hektara svæði á toppi Úlfarsfells vegna 50 metra hás fjarskiptamasturs fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Vigdís Hauksdóttir bókaði að Miðflokkurinn legðist alfarið gegn þessum framkvæmdum „á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Að sögn Vigdísar hefur Reykjavíkurborg gengið hart fram í málinu og þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni,“ bókaði Vigdís. Um væri að ræða hagsmuni einkafyrirtækis en ekki íbúa. „Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt,“ segir áfram í bókun Vigdísar. Borgarráðsfulltrúar meirihluta flokka Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bókuðu hins vegar að mikið hafi farið fyrir hræðsluáróðri og rangfærslum í tengslum við málið. „Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug,“ bókaði meirihlutinn og kvað staðreyndir tala sínu máli. Toppur Úlfarsfells sé góð staðsetning fyrir umræddan búnað og Skipulagsstofnun segi áætlanir um útsýnispall og notkun náttúrulegs efnis mikilvæga áherslu á útivistargildi svæðisins. „Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn,“ bókuðu meirihlutafulltrúarnir og sögðust „fagna því að loks verði fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu tryggð með nýju mastri“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda græn svæði eins og kostur er og hlúa að útivistarsvæðum. Úlfarsfellið er eitt mest vaxandi göngusvæði borgarbúa og aðdráttarafl útivistarfólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira