Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:15 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira